Fara í efni

Langanesvegur 2 - utanhússklæðning

Fréttir
Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningsinnkaupum (verðkönnun) vegna utanhússfrágangs húseignarinnar að Langanesvegi 2 Þórshöfn.

Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningsinnkaupum (verðkönnun) vegna utanhússfrágangs húseignarinnar að Langanesvegi 2 Þórshöfn. 

Verkið felur í sér undirbúning vegna utanhússfrágangs, rif og steypusögun uppsetningu ál- og timburklæðningar og annarra verka sem fram koma í verklýsingu. 

 Helstu magntölur: 

  • Útveggir: um 220 m² 
  • Þakkantur: um 80 m, um 90 m² 

 Óskað er eftir verktökum með reynslu af sambærilegum verkum og um verkið gilda skilmálar laga um opinber innkaup er varða hæfi og fjárhagsstöðu. 

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við sveitarstjóra eigi síðar en föstudaginn 9. nóvember 2018 í síma 468 1220 eða netfangið elias@langanesbyggð.is, mun hann afhenda verkgögn og skilmála.  

Opnun verðkönnunar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl.14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem vilja, leyfilegt er að senda útfyllta magnskrá í tölvupósti.  

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem hann metur hagkvæmast eða hafna öllum.