Langanesvíkingur 2008!
Langanesvíkingur er orðin árviss atburður á Kátum dögum og nýtur keppnin Ómar Freyr lyftir í réttstöðulyftunni við frábærar
vaxandi vinsælda. Það voru eigendur Silfursport, þau Ingvar Jóel og Jóhanna
Eiríksdóttir sem jafnframt er formaður ÍKF sem stjórnuðu keppninni.
Úrslitin urðu þessi:
Karlaflokkur:
1. Ómar Freyr Sævarsson (Dalvík)
2. Stefán Jónsson
3. Piotr Tarasiewicz
Kvennaflokkur:
1. Sóley Vífilsdóttir (Þórshöfn)
2. Guðrún Lilja Curtis
3. Margrét Eyrún Níelsdóttir
Keppnin fór fram á fjórum stöðum, byrjað var á íþróttavellinum á laugardaginn, bíladráttur fór svo fram á bryggjunni á laugardagskvöld.
Á sunnudeginum fór keppnin fram út á Langanesi, tvær greinar neðan við Heiðiog var ekki hægt að enda keppnina á jafn glæsilegan hátt en lokagreinin semvar réttstöðulyfta fór fram upp á Heiðarfjalli. aðstæður og stórkoslegt útsýni af Heiðarfjallinu.
.
Grein og myndir : Hilma Steinarsdóttir