Láta verkin tala
07.11.2013
Fréttir
Í fyrravetur tók unglingadeildin á Þórshöfn þátt í verkefninu Heimabyggðin mín. Unnið var með ýmsar hugmyndir sem gengu út á það að gera heimabyggðina okkar skemmtilegri.
Þessar öflugu stelpur fara alla leið með sínar hugmyndir.
Í fyrravetur tók unglingadeildin á Þórshöfn þátt í verkefninu „Heimabyggðin mín.“ Unnið var með ýmsar hugmyndir sem gengu út á það að gera heimabyggðina okkar skemmtilegri.
Þeim Bergþóru, Díönu, Margréti og Sonju fannst vanta leiktæki fyrir eldri krakka og vildu bæta úr því. Í
skólaferðalagi vorið áður höfðu þær farið til Hríseyjar og sáu þar „hamstrahjól í
mannastærð“ sem vakti mikla lukku hjá hópnum. Stelpurnar gengu í það í fyrravetur að fá allt efni gefins í tækið og
vinna nú að því að setja það saman. Gaman verður að sjá útkomuna og tala nú ekki um að prófa!
HS