Fara í efni

Látum gott af okkur leiða - Söfnun

Fundur
Styrkur eru samtök kvenna sem hafa um nokkra ára skeið safnað með einum eða öðrum hætti fyrir fólk frá/á Þórshöfn sem þarf á hjálp að halda vegna sjúkdóma eða annara veikinda.Að þessu sinni er það San

Styrkur eru samtök kvenna sem hafa um nokkra ára skeið safnað með einum eða öðrum hætti fyrir fólk frá/á Þórshöfn sem þarf á hjálp að halda vegna sjúkdóma eða annara veikinda.
Að þessu sinni er það Sandra Valsdóttir sem þarf á hjálp okkar að halda. Hún og maðurinn hennar, Garðar, eignuðust stúlku í 26. nóvember og hefur hún fengið nafnið Bryndís Hulda Í 20. vikna sónar kom í ljós að litla stúlkan þeirra er með þríþættan hjartagalla og það þarf að breyta blóðrásinni til að fá súrefni í blóðið, einnig þarf að hólfa hjartað niður.
Nánari rannsóknir fara fram a allra næstu dögum og fara þau til Svíþjóðar á morgun (miðvikudag), og verða þar í óákveðin tíma.
Framundan eru að minnsta kosti 3 stórar hjartaaðgerðir. Áætlað er að þær verði gerðar á næstu 2 árum. Þetta ferli er allt í óvissu og því munu eldri börnin þeirra koma hingað til Þórshafnar á meðan. Þau verða hjá ömmu og afa á meðan foreldrar og litla systir verða í Svíþjóð.

Sandra og Garðar þurfa á hjálp okkar að halda, kostnaður við aðgerðirnar eru greiddar af ríkinu og ferðir að hluta til, en þau þurfa sjálf að greiða margt. Missa af tekjum um óákveðin tíma og ekki er vitað hversu langt ferlið verður fyrir fjölskylduna. Stúlkan mun þurfa á reglulegum læknisheimsóknum að halda og því er viðbúið að ferlið verði langt og strangt.
Við höfum ákveðið að opna styrktar reikning fyrir þau.

Bankaupplýsingar eru eftirfarandi: 1129-05-250061 kt.260766-4069 Vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að styrkja þau á þessum erfiðu tímum, margt smátt gerir eitt stórt.

Bendum einnig á Styrk (nytjamarkað) sem er opin á eftirfarandi tímum í desember í gömlu sundlauginni á Þórshöfn:
Föstudagur 30. nóv 15-17
Laugardagur 15. des 14-16
Fimmtudagur 20. des 17-19

Tilboð= fullur haldapoki á 2000 kr (
En einnig er tekið á móti frjálsum framlögum.