Laus staða stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Þórshöfn
05.11.2013
Fréttir
Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í starf með kennarateymi og börnum í 1. 4. árgangi auk þess að sinna Frístund eftir skóla.
Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í starf með kennarateymi og börnum í 1. – 4. árgangi auk þess að sinna Frístund eftir skóla.
Frístund er rekin 4 daga vikunnar eftir að kennslu lýkur í skólanum.
Við leitum eftir einstaklingi með góða samskiptahæfileika, áhuga á börnum, námi þeirra, þroska og frístundum.
Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Þórshafnar/Framsýnar.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2013
Starfslýsingu, vinnuramma og nánari upplýsingar veitir skólastjóri:
Ingveldur Eiríksdóttir
852 6264
ingveldur@thorshafnarskoli.is