Laus störf við Grunnskólann á Þórshöfn
Laus störf við Grunnskólann á Þórshöfn næsta vetur.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skapandi og kraftmiklum einstaklingum til starfa. Í boði eru fjölbreytt störf sem henta
bæði körlum og konum.
Við leitum eftir sjálfstæðum einstaklingum sem hafa áhuga á því að setja mark sitt á skólabraginn, vinna með börnum og
fullorðnum og geta unnið sjálfstætt.
Lykilorð okkar í GÞ eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni en þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla.
Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í
skólabragnum. Áherslan í skólastarfinu er á fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu allra í
skólanum, jafnt nemenda sem fullorðinna.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir starfsmanni í þrif.
Um er að ræða dagleg þrif á
skólanum. Um er að ræða ráðningu frá 6. ágúst 2014 til 10. júní 2015.
Nánar um laun, starfslýsingu, vinnuplan og helstu verkefni fást hjá skólastjóra í síma 852 6264 eða í tölvupósti,
ingveldur@thorshafnarskoli.is.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 5. – 6.
árgang.
Nánar um laun, starfslýsingu, vinnuplan og helstu verkefni fást hjá skólastjóra í síma 852 6264 eða
í tölvupósti, ingveldur@thorshafnarskoli.is.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir umsjónarkennara í 1. og 2. árgangi og er hluti af kennsluteymi 1. – 4. árgangs. Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir sérkennara í 40% starf. Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Ingveldur Eiríksdóttir
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn