Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Þórshöfn frá og með 1. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 25. apríl nk.
Kennara vantar til almennrar kennslu, sérkennslu, smíða- og handmenntakennslu og heimilisfræðikennslu.
Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með 70 80 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Þórshöfn búa um 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Upplýsingar gefa Heiðrún Óladóttir, skólastjóri í símum 468 1164 og 893 5836, heidrun@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is.