Fara í efni

Lausar lóðir fyrir minni hús við Langanesveg 17-19

Fréttir

Til úthutunar eru 4 lóðir við Langanesveg 17-19. Lóðirnar eru af stærðinni frá 241m2 til 583m2. Gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir 14 bíla. Göngustígur mun liggja í  gegn um svæðið en þeir tengja önnur hverfi Þórshafnar við göngustíga á útivistarsvæði strandlengjunnar. 
Byggingaskilmálar
Á reitnum er gert ráð fyrir fjórum litlum verslunar-, íbúðar- og þjónustulóðum og gert ráð fyrir húsum frá 80-120m2 að flatarmáli. Sett er kvöð á þakhalla húsanna til að göturýmið myndi fallega sviðsmynd sem styrkir aðdráttarafl Þórshafnar og gefur þjónustuaðilum og íbúum kost á að byggja tiltölulega litlar byggingar undir þjónustu, verslanir og íbúðir. Skipulagið gerir ráð fyrir að að í hverju einstöku húsi geti verið blönduð samsetning íbúða, verslunar og þjónustu eða eingöngu íbúðir, verslun eða þjónusta. Skipulagið gerir ráð fyrir að hús á lóðunum Langanesvegur 17a, 17b og 19b get verið 1-2 hæðir en á lóð Langanesvegar 19a er gert ráð fyrir einni hæð. 

Athugið, að samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar greiða lóðahafar á þessum lóðum aðeins tengigjöld fyrir frárennsli, vatn og rafmagn. 
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 á skrifstofutíma milli 10 og 14.

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri