Fara í efni

Leiðsögunám í EHÍ og fjarnámi

Heil og sæl, Mig langaði að benda ykkur á nýtt nám, Leiðsögunám á háskólastigi sem hófst sl. haust hér í Endurmenntun og hefur fengið frábærar viðtökur.  Þetta nám er boðið jafnhliða í staðnámi o

Heil og sæl,

Mig langaði að benda ykkur á nýtt nám, Leiðsögunám á háskólastigi sem hófst sl. haust hér í Endurmenntun og hefur fengið frábærar viðtökur.  Þetta nám er boðið jafnhliða í staðnámi og fjarnámi og næsti hópur fer af stað í ágúst 2009.

Fyrri umsóknarfrestur í námið er 11. apríl. 

Nánari upplýsingar fást hjá undirritaðri, á vef Endurmenntunar

og einnig á kynningarfundinum sem verður haldin hér á laugardaginn, sjá texta hér að neðan.

Kær kveðja,
Steinunn Þórhallsdóttir
Verkefnastjóri
Endurmenntun Háskóla Íslands

meira um námskeðið í nánar

Leiðsögunám á háskólastigi

-Kynningarfundur laugardaginn 14. mars kl. 14:00 að Dunhaga 7

Leiðsögunám á háskólastigi er fyrir alla þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. 

Megináhersla þess er á hagnýta þekkingu og þjálfun á sviði leiðsagnar með ferðamenn.

Námið er 60 (ECTS) einingar á grunnstigi háskóla og frá haustmisseri 2009 kennt á tveimur misserum. 

Það er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálfræði svo og í hugvísindadeild Háskóla Íslands.

Útskrifaðir nemendur úr Leiðsögunámi á háskólastigi hafa einnig inngöngurétt í fagfélag Félags leiðsögumanna.

Kennt er tvisvar sinnum í viku frá kl. 16:10 19:55, auk tungumálatíma.

Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi.

Að kennslu námskeiðanna koma háskólakennarar úr fjölmörgum deildum Háskóla Íslands,
reyndir leiðsögumenn auk gestafyrirlesarara úr fagi ferðamennsku og leiðsagnar á Íslandi.

Sjá nánar um námið á vef okkar:  Leiðsögunám á háskólastigi í Endurmenntun Háskóla Íslands

Aðrar námsbrautir Endurmenntunar verða einnig kynntar á sama tíma.

Verið hjartanlega velkomin barnahorn á staðnum