Fara í efni

Leikskólakennarar óskast á Barnaból

Fréttir
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til að starfa við leikskólann Barnaból á Þórshöfn á næsta skólaári.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til að starfa við leikskólann Barnaból á Þórshöfn á næsta skólaári.

Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns, í fjölskylduvænu umhverfi. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta. Á Þórshöfn er góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar frá Þórshöfn til Reykjavíkur um Akureyri. 

Í leikskólanum Barnabóli eru nú um 30 börn í tveimur deildum. Unnið er eftir uppbygginarstefnunni og við skólann starfa nú 9 manns.

Nánari upplýsingar veita:
Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, leikskólastjóri 
S: 468 1303 og 862 4371- barnabol@langanesbyggd.is
Sigríður Jóhannesdóttir, skrifstofustjóri
S: 468 1220 og 892 0515 – sirry@langanesbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2014. Umsóknum má skila rafrænt eða á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3. Rafræna umsókn má nálgast á heimsíðu Barnabóls www.leikskolinn.is/thorshofn/

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.