Fara í efni

Leikskóli - rif og undirbúningur vegna endurbyggingar

Fréttir
Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum

Leikskólinn Barnaból Þórshöfn – Rif eldra húss, lagnir og undirbúningur vegna endurbyggingar. 

Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningsinnkaupum vegna hluta framkvæmda við nýbyggingu leikskóla á Þórshöfn. 

Verk það sem nú um ræðir felur m.a. í sér að rif innveggja og þaks eldri leikskóla, sögun steyptra veggja, stækkun og breytingar á gluggagötum. Einnig skal slá upp og steypa í göt sem á að loka. Fjarlægja ílögn í gólfi og saga fyrir nýjum frárennslislögnum. Einnig er jarðvinna fyrir frárennslislögnum og varmadælu hluti af þessu verki. Verktaki skal einnig sjá um að lekta útvegg og einangra.  Taka skal tillit til þess að starfsemi er í leikskólanum á hluta framkvæmdatíma. 
Verkgögn byggja á áður auglýstu útboði framkvæmdarinnar í heild og gilda skilmálar um hæfi og fjárhagsstöðu bjóðenda sem þar eru fram settir. 

Með ósk um þátttöku skulu eftirfarandi gögn lögð fram:

Almennar upplýsingar um bjóðanda, svo sem starfslið, reynslu yfirmanna og nafn þess starfsmanns, sem ber ábyrgð á og annast upplýsingagjöf vegna verksins. 

Ársreikningar síðustu tveggja ára, áritaðir af endurskoðanda. Ef um einstakling með atvinnurekstur í eigin nafni er að ræða, er óskað eftir staðfestum ljósritum af skattaskýrslum. 

Staðfestingu frá viðkomandi yfirvöldum um að bjóðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. 

Staðfestingu frá þeim lífeyrissjóðum, sem stærstur hluti starfsmanna greiðir til, um að bjóðandi sé ekki í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld starfsmanna. 

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við sveitarstjóra eigi síðar en 11. júlí 2018 í síma 468 1220 eða netfangið elias@langanesbyggð.is, mun hann afhenda verkgögn og skilmála.