Fara í efni

Leikur að læra á Barnabóli

Fréttir
Leikskólinn Barnaból hefur nú hafið innleiðingu á Leikur að læra en það er námsaðferð sem stuðlar að fjölbreyttari kennsluháttum á leikskólastigi. Í síðustu viku fengu foreldrar kynningu á verkefninu en mikilvægur þáttur í þessum kennsluformi er þátttaka foreldra og eru því sett sameiginleg verkefni fyrir foreldra og börn þegar komið er á leikskólann.

Leikskólinn Barnaból hefur nú hafið innleiðingu á Leikur að læra en það er námsaðferð sem stuðlar að fjölbreyttari kennsluháttum á leikskólastigi. Í síðustu viku fengu foreldrar kynningu á verkefninu en mikilvægur þáttur í þessum kennsluformi er þátttaka foreldra og eru því sett sameiginleg verkefni fyrir foreldra og börn þegar komið er á leikskólann. Góð viðbót við það faglega starf sem unnið er á leikskólanum.

Leikur að læra skiptir áherslum sínum í tvo meginþætti, vitsmunalega og líkamlega. Vitsmunalegi þátturinn ákvarðast af þeim námsmarkmiðum sem kennarinn er að kenna. Hins vegar er það líkamlegi þátturinn sem eru þær mismunandi hreyfingar sem nemendur gera til að ferðast á milli í leikjum. Þessa hreyfimáta köllum við ferðamáta. Mikilvægt er að kennarar noti mismunandi ferðamáta í kennslunni til að nemendur fái sem fjölbreyttasta líkamlega þjálfun. Hjá ungum börnum er samhæfing einn mikilvægasti þátturinn sem þarf að þjálfa í hreyfifærni. Kennarinn þarf að vera meðvitaður um það á hvern hátt hann lætur nemendur sína hreyfa sig og leiðbeina þeim. Nemandi sem er með betri færni í að hoppa á öðrum fætinum en hinum þarf að æfa lakari fótinn meira þó að það sé honum tamara að hoppa á þeim betri. Mismunandi ferðmátar stuðla að góðri líkamsmeðvitund hjá börnum. Líkamsmeðvitund er mikilvæg, hún hefur m.a. áhrif á það hvernig við berum okkur. Leiðsögn kennarans og þekking hans á hreyfingum nemendanna gegnir lykilhlutverki í því að bæta hreyfifærni.

Hér má sjá video sem birtist á facebook síður Leikur að læra.

Í morgun var verkefnið að taka velja gula fígúru úr einn körfu, ganga eftir línunni og setja í körfu hinu megin. Virðist einfalt að ganga eftir beinni línu en reynir þó á hreyfiskyn og skapaði gleði hjá börnunum að kljást við svona verkefni með foreldrunum.