Leyfi til eggjatöku í Skoruvíkurbjargi vorið 2008
Það tilkynnist hér með að þriðjudaginn 29. apríl og fimmtudaginn 8. maí sl. var úthlutað heimildum til eggjatöku í Skoruvíkurbjargi vorið 2008.
Dregið var úr umsóknum um heimild til bjargnytja á svæðinu frá Ytri-Bjarghúsum að Svínalækjartanga. Dráttur fór fram á áður auglýstum tímum á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og fór þannig:
· Svæðinu frá Ytri-Bjarghúsum að Litla Karli var úthlutað Eggjafélagi Þórshafnar. Sú kvöð fylgir að eggjahátíð í tengslum við sjómannadag á Þórshöfn verði séð fyrir 100 svartfuglseggjum endurgjaldslaust.
· Svæðinu frá og með Litla Karli að Skipagjá var úthlutað Agli Einarssyni. Sú kvöð fylgir að eggjahátíð í tengslum við sjómannadag á Þórshöfn verði séð fyrir 100 svartfuglseggjum endurgjaldslaust.
· Svæðinu í Skipagjá var úthlutað Eggjafélagi Þórshafnar.
· Svæðinu frá Skipagjá til og með Gatabás var úthlutað Einari Skúla Atlasyni, Kristni Lárussyni og Rúnari Þór Konráðssyni.
· Svæðinu frá Gatabás að Svínalækjartanga var úthlutað Guðjóni Gamalíelssyni.
Leyfi til töku á svartfuglseggjum gildir til og með laugardagsins 31. maí nk.
Þórshöfn 19. maí 2008
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri