Leynd aflétt og enn stefnt á Heiðarfjalli
22. september 2008
Eigendur jarðarinnar Eiðis á Langanesi ætla aftur að stefna bandarískum stjórnvöldum vegna úrgangs sem skilinn var eftir á Heiðarfjalli þegar ratsjárstöð hersins þar var lokað.
Eigendur Eiðis hafa áður stefnt Bandaríkjunum fyrir íslenska dómstóla en málinu var vísað frá. Eigendurnir vilja að Bandaríkjamenn hreinsi margvíslegan mengaðan úrgang, meðal annars gríðarlegt magn blýrafgeyma og spenna með PCB-olíu, sem þeir segja ógna ferskvatnsbirgðum inni í fjallinu.
Bæði bandarísk og íslensk stjórnvöld hafa vísað öllum kröfum landeigendanna á bug, jafnvel þótt yfirvöld í Þistilfirði hafi tekið undir kröfurnar, nú síðast í bréfi hreppstjóra Langanesbyggðar til sendiherra Bandaríkjanna í febrúar.
Landeigendur telja að þúsundir tonna af |
Í drögum að nýrri stefnu eigenda Eiðis er einnig vísað til hins leynda viðauka. Með því að leyniskjal þetta hefur verið opinberað þá er orðin breyting og ljóst er orðið að í varnarsamningnum er ákvæði um að Bandaríkin hafi samningsskuldbindingar í þessu máli, sem þau hafa ekki staðið við, en þeim ber að uppfylla," segir í stefnudrögunum og vitnað til áttundu greinar viðaukans frá 1951:
Eigi er Bandaríkjunum skylt að afhenda Íslandi samningssvæðin við lok samnings þessa í sama ástandi, sem þau voru í, er Bandaríkin fengu þau til afnota. Þó skulu Bandaríkin við brottför af samningssvæðunum, eftir því sem við verður komið, flytja burtu úrgangsefni, eyða þeim eða á annan hátt ganga frá þeim," segir í viðaukanum.
Einföld staðreynd málsins er sú, að Bandaríkin eru með úrgangsefni í viðvarandi og áframhaldandi geymslu inn á fyrrum samningssvæði, eigninni H-2 á Heiðarfjalli á Langanesi án nokkurs samnings við eigendur og í algjöru heimildarleysi og ólöglega frá upphafi," segir í væntanlegri stefnu.
Eigendur Eiðis eru bræðurnir Björn og Hákon Erlendssynir og bræðurnir Vilhjálmur Auðun, Sigurður og Jón Ársæll Þórðarsynir.
visir.is