Líf og fjör á hafnarsvæðinu
02.11.2007
Íþróttir
3. nóv. 2007Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er nóg um að vera á hafnarsvæðinu á Þórshöfn þessa dagana. Í morgun var verið að landa á milli 80 og 90 tonnum af fiski úr línuveiðurunum Örvari
3. nóv. 2007
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er nóg um að vera á hafnarsvæðinu á Þórshöfn þessa dagana. Í morgun var verið að landa á milli 80 og 90 tonnum af fiski úr línuveiðurunum Örvari og Gullhólma og var reiknað með því að um helmingur aflans færi á fiskmarkað Þórshafnar.
Suðurverksmenn eru á fullri ferð við lengingu Norðurgarðsins sem nú er kominn í fulla lengd.
Kúffiskvinnslan er í gangi auk þess sem framkvæmdir eru hafnar við nýjan frystiklefa hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar sem efalaust á eftir að reynast svæðinu happadrjúgur í framtíðinni.
Með bestu kveðjum
Björn Ingimarsson
sveitarstjóri