Fara í efni

Litlujól Grunnskólans á Þórshöfn

Íþróttir
23. desember 2007Litlu jól Grunnskólans á Þórshöfn voru haldin 21. desember. Þar sáu 1.-6. bekkur um skemmtiatriðin og leystu þau það vel af hendi. 1. bekkur fór með jólasveinavísur og léku með og sun

23. desember 2007
Litlu jól Grunnskólans á Þórshöfn voru haldin 21. desember. Þar sáu 1.-6. bekkur um skemmtiatriðin og leystu þau það vel af hendi. 1. bekkur fór með jólasveinavísur og léku með og sungu nokkur lög, 2.-3. bekkur söng lög og sýndi leikrit en þar komu við sögu jólasveinn, nokkur hreindýr, mörgær, refur, ísdrottning og bræðurnir Gibb. 4.-5. bekkur fór með Grýlukvæði og söng Skólarapp og 6. bekkur sýndi helgileik um fæðingu Jesús.

Eftir skemmtiatriðin var dansað í kring um jólatréð og jólasveinar kíktu við með gott í poka handa börnunum. Nemendur grunnskólans eru nú komnir í jólafrí og byrjar skólinn ekki aftur fyrr en 7. janúar.   

Myndir        

HS