Ljósmynda og sögugrúsk í Menntasetrinu
Um nokkur skeið hefur Menntasetrið verið með hugann við gamlar ljósmyndir frá Þórshöfn og unnið að verkefni sem kallast Söguslóð á Þórshöfn. Þó nokkrum ljósmyndum hefur verið safnað saman þó ennþá vanti margar myndir. Nú hefur Ferðamálasjóður Íslands veitt styrk til Langanesbyggðar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga til að framkvæmda þetta verkefni, þ.e. að gera upplýsingareit þar sem sjá má gamlar myndir af höfninni og horfa yfir hafnarsvæðið í dag, og síðan sögugöngu um þorpið með bækling sem geymir nokkrar góðar myndir og söguágrip.
Nú leitum við að áhugasömum einstaklingum til að hjálpa okkur að koma sögunni til skila. Hugmyndin er að mynda smá grúskarahóp sem hittist vikulega fram á vorið þar munum við skoða gamlar myndir, merkja þær og ræða fram og til baka
Áhugasamir eru beðnir að mæta kl. 16.15 fimmtudaginn 14. febrúar í Menntasetrið
Fastur tími verður auglýstur síðar.
Áttu gamlar myndir? Þeir sem eiga í fórum sínum gamlar ljósmyndir af staðnum, hvort sem er af mannlífinu, húsum, umhverfi ofl. mega gjarnan hafa samband við Grétu Bergrúnu greta@hac.is, gsm. 847-4056 allar myndir eru skannaðar og skilað aftur til eiganda, myndirnar eru notaðar í verkefni Menntasetursins en ekki dreift eða lánaðar nema að fengnu leyfi.