Ljósmyndari í heimsókn
29.11.2007
Við fengum skemmtilega heimsókn í leikskólann þann 27. nóvember. Það voru þau Anna Leoniak og Paul Fiann sem komu til að taka myndir af börnunum en þau eru að vinna ljósmyndaverkefni sem verður hluti
Við fengum skemmtilega heimsókn í leikskólann þann 27. nóvember. Það voru þau Anna Leoniak og Paul Fiann sem komu til að taka myndir af börnunum en þau eru að vinna ljósmyndaverkefni sem verður hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008. Verkið heitir Dialogue og felst í því að mynda börn á litlu stöðunum utan af landi í leik og starfi. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á mikilvægi landsbyggðarinnar og þá sérstaklega barnanna sem fulltrúa framtíðarinnar.
Ljósmyndir af börnunum verða hengdar utan á byggingar í miðborg Reykjavíkur og að lokinni Listahátíð verður verkið sett upp erlendis.