Fara í efni

Ljósmyndasýning á Heiðarfjalli

Fréttir
Menningarverkefni sumarsins verður í öðru formi en í fyrra, en þá var verkefnið Spilað fyrir hafið sem tókst með ágætum. Í vor veitti Uppbyggingarsjóður Norðausturlands Langanesbyggð styrk til að vinna að uppsetningu ljósmyndasýningar um herstöðvarlífið á Heiðarfjalli. Ránar Jónsson sagnfræðinemi vinnur nú að því að safna saman myndum og upplýsingum, og þeir sem eiga ljósmyndir eða fróðleiksmola mega endilega hafa samband við hann. Sýningin verður sett upp inní því eina húsi sem enn stendur á fjallinu og stefnt er á opnun sýningarinnar 28. júlí. Umhverfissjóður Landsbankans veitti einnig styrk til að hreinsa til inní húsinu og lausarusli í kring um það.

Menningarverkefni sumarsins verður í öðru formi en í fyrra, en þá var verkefnið Spilað fyrir hafið sem tókst með ágætum. Í vor veitti Uppbyggingarsjóður Norðausturlands Langanesbyggð styrk til að vinna að uppsetningu ljósmyndasýningar um herstöðvarlífið á Heiðarfjalli. Ránar Jónsson sagnfræðinemi vinnur nú að því að safna saman myndum og upplýsingum, og þeir sem eiga ljósmyndir eða fróðleiksmola mega endilega hafa samband við hann. Sýningin verður sett upp inní því eina húsi sem enn stendur á fjallinu og stefnt er á opnun sýningarinnar 28. júlí. Umhverfissjóður Landsbankans veitti einnig styrk til að hreinsa til inní húsinu og lausarusli í kring um það.
Ýmsar skemmtilegar sögur hefur Ránar fengið og er kominn í samband við fyrrum hermenn sem aðstoða hann við ljósmyndasöfnun. Netfangið hjá Ránari er ransi84boy@gmail.com.

Hér er ein slík saga og mynd

DEROS Chain (Date Expected to Return from Over Seas). DEROS keðjan var leikur sem einn officer fann upp á. Hver og einn hermaður var einungis eitt ár eða 365 daga í H-2 herstöðinni  á Heiðarfjalli og fannst sumum nóg um. Keðjan var mynduð úr 365 bréfaklemmum sem voru húkkaðar saman og hver og ein keðja hafði nafnspjald sem gaf til kynna hver átti hvaða keðju. Hengu keðjurnar á veggnum fyrir ofan barinn í officeraklúbbnum. Á hverjum föstudegi að loknum vinnudegi komu officerarnir saman og fjarlægðu sjö bréfaklemmur af hverri keðju.Voru þetta heilagar stundir en fóru þeir eftir visssum hefðum sem snéru að því að fækka bréfaklemmunum. Á myndinni má sjá hermann við keðjurnar.