Fara í efni

Ljósnetið á Þórshöfn og Bakkafjörð

Fréttir
Áætlað var að tengja Þórshöfn og Bakkafjörð við Ljósnetið á þriðja ársfjórðungi (júlí-september) en af óviðráðanlegum orsökum næst ekki að ljúka þeirri vinnu á tilsettum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er gert ráð fyrir að tengingar á bæði Þórshöfn og Bakkafjörði verði lokið í síðast lagi fyrir lok nóvember nk.

Áætlað var að tengja Þórshöfn og Bakkafjörð við Ljósnetið á þriðja ársfjórðungi (júlí-september) en af óviðráðanlegum orsökum næst ekki að ljúka þeirri vinnu á tilsettum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er gert ráð fyrir að tengingar á bæði Þórshöfn og Bakkafjörði verði lokið í síðast lagi fyrir lok nóvember nk. 

Á Þórshöfn og Bakkafirði verður ljósnetsbúnaðurinn settur upp í símstöðvunum og munu allir þeir sem eru innan 1.000 metra línulengdar frá símstöð, fá aðgang að þjónustunni.  Ljósnetið býður upp á allt að 50 Mb/s hraða og allt að 5 myndlykla sem allir geta borið háskerpuútsendingar.   Sjónvarpsþjónustan verður því ekki takmörkuð líkt og hún er í dag heldur opnast möguleiki á öllum þeim sjónvarpsrásum sem eru í dreifingu um kerfið, og aðgengi að VoD opnast einnig.

 Þeir sem eru utan 1.000 metra og eru tengdir ADSL í dag, munu áfram eiga kost á ADSL.  Hraðinn eykst, og verður eftir uppfærsluna allt að 12 Mb/s ásamt því að sjónvarpsstöðvunum fjölgar og aðgengi að VoD opnast.

Það er ljóst að það verður mikill fengur af því að fá Ljóstnetið á Þórshöfn og Bakkafjörð.