Fara í efni

Ljótu hálfvitarnir í Skúlagarði

Fundur
Gleðihljómsveit hins sameinaða Norður-Þings, Ljótu hálfvitarnir hyggst nú loksins halda tónleika norðan sýslumarka, en þessi skrautlegi hópur hefur ósjaldan komið fram í höfuðstaðnum Húsavík og víðar Gleðihljómsveit hins sameinaða Norður-Þings, Ljótu hálfvitarnir hyggst nú loksins halda tónleika norðan sýslumarka, en þessi skrautlegi hópur hefur ósjaldan komið fram í höfuðstaðnum Húsavík og víðar í suðursýslunni. Má segja að þarna sé loks bundinn endir á landamæradeilur innan hljómsveitarinnar, því einn meðlimur hennar er keldhverfskur og mun víst lengi hafa vælt um að spila heima í sveitinni. Fjöggurra daga tónleikatúr þeirra, þeim eina í sumar, lýkur sem sagt í Skúlagarði í Kelduhverfi næstkomandi laugardagskvöld, 19. júlí. Á efnisskránni er nýtt efni í bland við lög af plötunni sem kom út í fyrrasumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22, eða því sem næst. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Um frekari spilamennsku verður ekki að ræða hjá hálfvitum fyrr en eftir hálfvitaréttir í haust og þetta verður eflaust eina tækifærið í nokkuð langan tíma sem gefst til að berja þá augum og eyrum í þessum landshluta.