Loðnan fundin
07.01.2008
Íþróttir
4.janúar 2008Sameiginleg loðnuleit Hafró og útgerðanna hefur skilað árangri. Þorsteinn ÞH-360 fékk fyrsta þefinn af loðnu vetrarins þegar hann dró fyrstu loðnu vertíðarinnar fyrir norðan landið og fék
4.janúar 2008
Sameiginleg loðnuleit Hafró og útgerðanna hefur skilað árangri. Þorsteinn ÞH-360 fékk fyrsta þefinn af loðnu vetrarins þegar hann dró fyrstu loðnu vertíðarinnar fyrir norðan landið og fékk um 100 tonn eftir að hafa dregið flottroll í stutta stund.
Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði er á leiðinni á miðin, og búast má við að fleiri austfirsk skip séu í startholunum ef um eitthvað magn af loðnu er að ræða á miðunum. Loðnan þykir þokkaleg, þótt hún sé smá ennþá.
http://www.austurglugginn.is/