Fara í efni

Lokaútkall vegna viðburða í dagskrá Kátra daga

Íþróttir
Nú eru rúmlega fjórar vikur í Káta daga í Langanesbyggð og nágrenni, fjölskylduhátíðina sem stefnir í að verða fjölbreytt og skemmtileg. Félög, fyrirtæki og einstaklingar í Langanesbyggð og SvalbarðshNú eru rúmlega fjórar vikur í Káta daga í Langanesbyggð og nágrenni, fjölskylduhátíðina sem stefnir í að verða fjölbreytt og skemmtileg. Félög, fyrirtæki og einstaklingar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi hafa tilkynnt þátttöku með ýmsa viðburði og atriði sem tínast smátt og smátt inn á dagskrá hátíðarinnar.
En nú er komið að lokaútkalli vegna viðburða á dagskrána. Eftir viku, eða þann 22. júní fer dagskráin í prentun og þá þurfa allir að vera búnir að láta vita hvað þeir ætla að gera, hvar og hvenær. Sendið línu á netfangið halldora@langanesbyggd.is eða hringið í síma 468-1220 / 892-8202 ef þið viljið vera með opið hús í fyrirtæki, lítinn eða stóran viðburð, kynningu, þjónustu eða annað sem hugmyndaflugið býður. Þessari dagskrá verður dreift í miklu upplagi á Norðurlandi svo það borgar sig að vera með í henni. Engin hugmynd er svo lítil eða ómerkileg að ekki megi skoða hana betur.