Fara í efni

Loksins, loksins verður messað í Þórshafnarkirkju!

Fundur
Það verður Taize- messa í kirkjunni 22. febrúar kl. 17:00. Fermingarbörn munu fara  með boðorðin tíu í messunni. Þau eiga að mæta upp í kirkju korter fyrir fimm. Sóknarprestur óskar eftir örstutt

Það verður Taize- messa í kirkjunni 22. febrúar kl. 17:00.

Fermingarbörn munu fara  með boðorðin tíu í messunni. Þau eiga að mæta upp í kirkju korter fyrir fimm. Sóknarprestur óskar eftir örstuttum fundi með foreldrum fermingarbarna eftir athöfn.

Vakin er athygli á að kirkjukórinn hefur æft fjölda nýrra laga, sem hæfa tilefninu. Sungið er raddað, keðjusöngur og á latínsku.

Höfum heitt á könnunni í safnaðarheimilinu.

Hittumst sem flest og njótum frábærs söngs kórsins í hlýlegri kirkjunni og Orðsins.
Verið velkomin.
 Sóknarprestur

Nánar um Taize messu er hér að neðan í nánar.......

Organisti og Olga dóttir hans tóku saman eftirfarandi upplýsingar um Taize messu:

Taize er nafn yfir tibeiðslutónlist sem á rætur að rekja til þorpsins Taize í suður Frakklandi. Mun slík messa einkennast af friði og ró. Allir geta sungið Taize og haft ánægju af. Við viljum hvetja ykkur sem hafa sótt Taize messur áður og ykkur hin sem hafa ekki hugmynd um hvað þetta er að koma og eiga ljúfa kvöldstund í kirkjunni!

Taize er samfélagsleg stund, byggð á íhugun, ritningarlestrum, bæn, söng og tónlist. Þetta form má rekja til austur hluta Frakklands en Taize er lítið þorp, skammt frá bænum Cluny. Þar hefur samkirkjulegt samfélag bræðra starfað frá árinu 1940. Kjarninn í tilveru bræðranna eru þrjár daglegar bænaguðþjónustur. Köllun Taize er að vinna að samfélagi allra manna, að vera dæmisaga um samfélag. Sáttargjörðin nær til allra, kirkjan er öllum athvarf. Ungt fólk alls staðar í heiminum leitar að leiðum til þess að endurnýja bænalíf sitt og lífsstíl. Margir koma til Taize til að reyna íhugun og þögn kyrrðardaganna. Í áranna rás hefur tónlistin í Taize tekið miklum breytingum. Tekist hefur að koma til móts við nýjar þarfir fólks með tónlist, sem einkennist af stuttum lögum, sem auðvelt er að muna og útsetningum, sem stöðugt bæta við nýjum blæbrigðum í endurtekningunni, frambornum af kór, einsöngvurum eða hljóðfæraröddum.

Það er fjölþjóðlegt andrúmsloft í Taize, þess vegna eru textar gjarnan á latínu, sérstaklega viðlögin. Markmið tónlistarinnar er bænin, sameiginleg bæn. Sá háttur að endurtaka stuttar bænir eða bænasöngva á sér djúpar rætur í krisnu trúarlífi. Slík bænaaðferð getur komið á innra jafnvægi með okkur, svo að andi okkar verður móttækilegri fyrir því sem er nauðsynlegt og mikilvægt í lífinu. Hittumst sem flest í kirkjunni á sunnudaginn.