Málþingið Töfrar norðurhjara
Málþingið Töfrar norðurhjara - ferðaþjónusta á svæði Norðurhjara verður haldið í Öxi á Kópaskeri mánudaginn 20. janúar 2014 og hefst kl. 13.30. (Fyrir þá sem ekki þekkja: Öxi er fyrir ofan Sparisjóðinn.)
Rætt verður um stöðu og þróun ferðamála á svæðinu frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð, en þar er margt gott að gerast þó fjölgun ferðamanna gangi hægar en ætla mætti.
Þingið er öllum opið sem hafa áhuga á málefninu. Gott væri að fólk léti vita um mætingu í netfangið nordurhjari@simnet.is eða í síma 892-8202, í síðasta lagi á fimmtudagskvöld.
Dagskrá:
Setning og fundarstjórn:
Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar
Norðurland á erlendum mörkuðum:
Arnheiður Jóhannsdóttir, Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Niðurstöður ferðamannakönnunar sumarið 2013:
Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Norðurhjara
Getum við selt upplifun?:
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Að selja þjónustuna:
Birna Lind Björnsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðursiglingar og framkvæmdastjóri EDD
Raufarhöfn við heimskautsbaug:
Gunnar Jóhannesson, Rural Arctic Experience
Vinnustofur þar sem m.a. verður unnið með vöruheitin
Arctic og Edge of
the Arctic, ásamt því hvernig nýta má heimsskautsbauginn til vöruþróunar.
Takið daginn frá!
Norðurhjari - ferðaþjónustuklasi
nordurhjari@simnet.is