Fara í efni

Málþing um þingeyskt og þjóðlegt handverk

Fundur
Málþing um þingeyskt og þjóðlegt handverk verður haldið í Skúlagarði í Kelduhverfi, sunnudaginn 26. apríl 2009, kl. 13.00.Dagskrá auglýst síðar. Áhugafólk um handverk, takið daginn frá!Hópurinn Þingey

Málþing um þingeyskt og þjóðlegt handverk verður haldið í Skúlagarði í Kelduhverfi, sunnudaginn 26. apríl 2009, kl. 13.00.
Dagskrá auglýst síðar. Áhugafólk um handverk, takið daginn frá!

Hópurinn Þingeyskt og þjóðlegt samanstendur af þremur verkefnahópum, Þingeysku handverki, Þjóðlegum arfi og Svartárkoti- menningu, náttúru/ Kiðagili. Verkefnið snýst um að viðhalda þjóðlegum menningararfi í handverki, með áherslu á Þingeyjarsýslur. Töluverð heimildavinna er nauðsynleg til að koma verkefninu í réttan farveg, t.d þarf að setja fram skilgreiningar á því hvað er þjóðlegt og hvað er þingeyskt. Málþinginu er ætlað að hjálpa til við það og er handverksfólk hvatt til að mæta vel.
Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið.
Þingeyskt og þjóðlegt