Fara í efni

Manni ÞH skemmdur eftir sjóslys

Fréttir
Í dag var mikið mildi að ekki fór verr er Manni ÞH tók niðri við Rauðanes og leki kom í bátinn. Skipsverjar fóru í sjógalla og biðu björgunar en Þorleifur frá Grímsey var á netaralli skammt frá og tók Manna í tog. Einnig voru tveir björgunarsveitarmenn við æfingar á björgunarbát Hafliða og voru aðeins nokkrar mínútur á slysstað eftir að kall barst um aðstoð. Eftir að búið var að hífa bátinn var ljóst að öxull, hæll og stýri eru ónýt á bátnum en þeir voru við grásleppuveiðar. Mestu skiptir þó að allir eru óhultir en Sæmundur skipstóri á Manna sagði í samtali við mbl.is að hann hefði óttast það um stundarsakir að þeir væru að fara niður.

Í dag var mikið mildi að ekki fór verr er Manni ÞH tók niðri við Rauðanes og leki kom í bátinn. Skipsverjar fóru í sjógalla og biðu björgunar en Þorleifur frá Grímsey var á netaralli skammt frá og tók Manna í tog. Einnig voru tveir björgunarsveitarmenn við æfingar á björgunarbát Hafliða og voru aðeins nokkrar mínútur á slysstað eftir að kall barst um aðstoð. Eftir að búið var að hífa bátinn var ljóst að öxull, hæll og stýri eru ónýt á bátnum en þeir voru við grásleppuveiðar. Mestu skiptir þó að allir eru óhultir en Sæmundur skipstóri á Manna sagði í samtali við mbl.is að hann hefði óttast það um stundarsakir að þeir væru að fara niður.

Ljósmyndir Gréta Bergrún