Fara í efni

Manstu gamla daga.... endurminningastarf á Nausti

Íþróttir
Minningar eru mikilvægur hluti af lífi okkar, ekki síst þegar við förum að eldast. Sem dæmi eru ættarmótin, fermingarsyskinamót, útskriftarafmæli og fleira en slíkar samkomur snúast aðalega um að skemMinningar eru mikilvægur hluti af lífi okkar, ekki síst þegar við förum að eldast. Sem dæmi eru ættarmótin, fermingarsyskinamót, útskriftarafmæli og fleira en slíkar samkomur snúast aðalega um að skemmta sér í gömlum og góðum félagsskap og rifja upp gamlar minningar.

Með hækkandi aldri fækkar í hópnum sem hægt er að deila sameiginlegum minningum með. Þegar aldraður einstaklingur flytur á dvalar- og hjúkrunarheimili komast veraldlegar eigur oft lítið fyrir og það er fátt sem minnir á það líf sem liðið er. Þá eru minningar dýrmætar og mikilvægt að hlúa að þeim.

Hægt er að kveikja minningar hjá flestum öldruðum sem bæta sjálfstraust, gleðja og gefa lífinu gildi.

Minningar tengja fólk saman, minnka félagslega einangrun, bæta félagslega færni og liðka fyrir jákvæðum samskiptum.

Þátttaka í endurminningahóp stuðlar að bættu sjálfsmati og sjálfsvirðingu. Upprifjun á hlutverkum, lífshlaupi, áhugamálum og afrekum fyrr á ævinni getur verið árangursrík sjálfsstyrkingaraðferð. Góð upplifun skilur eftir sig vellíðan. Hjá einstaklingum með heilabilun er mikilvægt að leggja áherslu á sterku hliðar einstaklingsins og vellíðan á líðandi stundu, því þó einstaklingurinn muni ekki hvað það var sem veitti vellíðanina getur hún skilað sér áfram allan daginn.

Minningakveikjur geta verið tónlist, gömul póstkort, gamlar myndir, hlutir og ýmis persónuleg og almenn umfjöllunarefni svo sem æskuárin, fermingin, skemmtanir og afþreying, samgöngur og fyrsti bíllinn, útvarp og sjónvarp, farskólinn og skólahald á Langanesi...

Um daginn fengum við heimalning í heimsókn frá Svalbarði og urðu miklar umræður um lífið í sveitinni, vorverkin og fleira. Auk þess sem aldraðir hafa mikla þörf fyrir að sýna umhyggju og t.d. gefa heimalningnum að drekka. Aldraðir hafa mikla þörf fyrir að sýna umhyggju, ekki aðeins þiggja hana.

Myndir og frétt: Linda P. iðjuþjálfi