Fara í efni

Margrét Óskarsdóttir ráðin til að leikstýra á Þórshöfn

Íþróttir
Í vikunni fyrir Káta daga kom kona að nafni Margrét Óskarsdóttir á Þórshöfn og kenndi krökkum í vinnuskóla Langanesbyggðar leiklist í leikjaformi. Námskeiðið stóð í þrjá daga og var mikið fjör og gamaÍ vikunni fyrir Káta daga kom kona að nafni Margrét Óskarsdóttir á Þórshöfn og kenndi krökkum í vinnuskóla Langanesbyggðar leiklist í leikjaformi. Námskeiðið stóð í þrjá daga og var mikið fjör og gaman. Verkefnið var stutt af Menningarráði Eyþings.
Einnig hitti Margrét forystufólk leikfélagsins og var hún ráðin til að koma aftur í haust og leikstýra frumsýndu verki hjá félaginu. Stefnt er að höfundasmiðju í byrjun september og frumsýningu í lok nóvember.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa með leikfélaginu að skemmtilegu verkefni í haust geta haft samband við eitthvert þessara; Guðjón Gamalíelsson, Sóley Vífilsdóttir, Steinnunn Guðnadóttir, Kristín Heimisdóttir eða Hólmfríður Jóhannesdóttir.
Margrét Óskarsdóttir útskrifaðist úr leiklist og kvikmyndagerð frá Hunter College 1997 og úr leiklist 1993 frá American Academy of Dramatic Arts, New York. Hún hefur sett upp sýningar í New York, skrifað handrit og leikstýrt. Framleitt, skrifað og leikstýrt stuttmyndum, unnið við gerð auglýsinga í New York og hefur reynslu af flestum þáttum framleiðslu. Hún hefur starfað í New York í hart nær tvo áratugi.
Margrét flutti til Íslands síðastliðið vor og hefur verið að vinna að videoverki ásamt skrifum.