Matarskemman á Laugum og Þekkingarnet Þingeyinga auglýsa:
Matarskemman á Laugum og Þekkingarnet Þingeyinga auglýsa:
Dagana 21. og 22. apríl verður Óli Þór Hilmarsson sérfræðingur hjá Matís með eftirfarandi námskeið og fundi í Matarskemmunni á Laugum:
Þriðjudaginn 21. apríl kl. 14-17.
Innra eftirlit í matvælavinnslu Kynning á hugtakinu „Innra eftirlit matvælafyrirtækja“ Farið verður í eftirfarandi þætti:
- HACCP gæðakerfið
- Ábyrgð stjórnenda
- Fyrstu skrefin í innleiðingu innra eftirlits
- Persónulegt hreinlæti starfsfólks
- Gæðahandbókin yfirfarin m.t.t. húsnæðis, mælinga, skráninga, viðbrögð við frávikum, innkallanir, innri úttekta, meindýravarna, þrifaáætlana og krafna um merkingar matvara
- Kennd sýnataka umhverfissýna með RODAC skálum og lýst aflestri af þeim
Námskeiðsgjald kr. 5.000 – Hámark 10 þátttakendur
Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20-22.Heimavinnsla matvæla, hvað þarf til?
Hverju þarf að huga að áður en heimavinnsla afurðagetur hafist? Spjallfundur um málefnið, hvað er verið að gera í dag, má bæta
það, hvert stefnum við, hvað vill neytandinn? Fundarefni m.a.
- Opinber leyfismál
- Sérstaða framleiðslunnar
- Sérmerkingar, uppruni eða gæðamerki
- Framleiðslan í dag Framtíðin?
Opinn fræðslufundur – ókeypis aðgangur
Miðvikudaginn 22. apríl kl. 10-17. Námskeið í fullvinnslu og arðsemisútreikningi
á lambakjöti
Á þessu verklega námskeiði verður farið í eftirfarandi
þætti:
- Sundurhlutun á lambsskrokk miðað við hefðbundna 7 parta sögun
- Læri 1. Úrbeinað á hefðbundin hátt, fyllt og sett í net
- Læri 2. Úrbeinað, innralæri tekið frá og snyrt, flatsteik snyrt, skanki tekinn sér, létt saltaður og kryddaður fyrir grill.
- Hryggur úrbeinaður í hryggvöðva með fitu og hreinsuðum lundum
- Slög úrbeinuð, söltuð og sett í net
- Frampartur 1. Bógur tekinn frá, sýnd snyrting fyrir þurrverkun, framhryggur snyrtur sem steik
- Frampartur 2. Sagaður í hefðbundið súpukjöt, eða úrbeinaður í steik með armbeini og kryddaður, eða úrbeinaður og upprúllaður
- Skrokkur og allir partar og afurðir úr þeim, fyrir og eftir úrbeiningu, eru vigtaðir og gerðir arðsemisútreikningar.
Viðauki, ef tími vinnst til
- Farið yfir helstu atriði söltunar
- Gera pækil fyrir rúllupylsu
- Grafa hryggvöðva eða innralæri
- Söltun, hráverkun og pylsugerð
Námskeiðsgjald kr. 10.000 – Hámark 5 þátttakendur. Ath. Þátttakendur þurfa að koma með lambsskrokk sem þeir vinna með
á námskeiðinu. Skráning á námskeiðin er hjá Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur í síma: 863 3381.
Síðasti skráningar dagur er 19. apríl.