Meira áhugavert um olíu og gas á íslandi
17.1.2009 | 18:12
Jarðgas af Drekasvæðinu - með neðansjávarlögn til Skotlands?
Upplýsingar komu fram á ráðstefnu Orkustofnunar í september á Hotel Nordica sem benda til að Drekasvæðið sé ekki síður auðugt af gasi en olíu.
Efst á myndinni til hliðar - er gasvinnslusvæði Statoil við Hammerfest - en vegalengdin þar í land er 143 km og þar er gasið þjappað til útflutnings með skipum á markaði í USA og EUR. en CO2 úr vinnslu er sprautað í berglög á um 600 metra jarðvegsdýpi á því svæði sem gasið er tekið af "Snohvit"
Myndin sýnir teikningar af neðansjávarlögnum Statoil frá vinnsluholum til UK og annarra landa Evrópu.... - lengsta leiðin er mun lengri en frá Íslandi til Skotalnds.
Því er það raunhæf hugmynd sem fulltrúi norska fyrirtækisins SAGEX viðraði á fundinum - að ef það fyndist gas á Drekasvæðinu í vinnanlegu magni - sem hann teldi líklegt, - þá væri mögulegt að vinna gasið í vinnslustöð á NA landi - og leggja neðansjávarlögn til Skotlands - og selja gasið þannig inn á gasdreifikerfið í Evrópu.
Gas - og olíulagnir frá Rússlandi til Evrópu eru mun lengri en neðansjávarlögn - frá NA Íslandi - til Skotlands.
Vegalengdin frá Langanesi til Skotlands er bara 980 km... sem er mun styttra en lengsta flutningslína Statoil á myndinni fyrir ofan.
Vegalengdin þykir vel viðráðanleg flutningslengd á gasi - í ljósi þeirrar háþróðuðu tækni (Sub Sea Center)sem er fyrirliggjandi í þessum iðnaði.
Þetta kom fram hjá fulltrúa norska fyrirtækisins SAGEX á ráðstefnu Orkustofnunar 5.september s.l. og haldinn var á Hotel Nordice.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum er talið mikið magn af jarðgasi við A-Grænland - norðan Íslands(um 460 km). Því ætti það að vera raunhæfur möguleikar - að í framtíðinni verði gas einnig selt frá Grænlandi - um Íslensk tengivirki - eða vinnslustöðvar hérlendis - áfram til Skotlands í framtíðinni.
Ég tel afar mikilvægt að Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar starfi nánara saman að málefnum sem varða gas- og olíuleit í framtíðinni og gerður verði rammasamningur þessara þjóða um fyrirkomulag og gæði neðansjávarlagna á gasi og olíu o.fl. atriði sem varða sameignilega hagsmuni þessara þjóða í þessum málaflokk.
Fengið af vef Kristins Pétursonar
http://kristinnp.blog.is/