Fara í efni

Menningarráð Eyþings auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

Fundur
Menningarráð Eyþings auglýsir nú í annað sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing (styrkir sem Alþingi veitt


Menningarráð Eyþings auglýsir nú í annað sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing (styrkir sem Alþingi veitti áður)
Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2013.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings http://www.eything.is/ eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs vegna stofn- og rekstrarstyrkja á heimasíðu Eyþings http://www.eything.is/
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2012.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is

Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum og stofn- og rekstrarstyrkjum 2013.

Viðtalstímar menningarfulltrúa verða sem hér segir:
Akureyri 15. og 16. nóvember kl. 9-12  Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Hrísey 22. nóvember  kl. 14.-15.30 Húsi Hákarla Jörundar
Dalvík 23. nóvember kl. 10-12  Menningarhúsinu Bergi,  2. hæð
Ólafsfjörður  23. nóvember kl. 13-14  Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 23. nóvember kl. 14.30-16  Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Laugum 26. nóvember kl. 10-11.30  Skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 26. nóvember  kl. 13-14  Skrifstofu Skútustaðahrepps
Grímsey  27. nóvember kl. 14.-16  Félagsheimilinu Múla
Kópasker 28. nóvember  10.30-12  Skrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn  28. nóvember kl. 13-14.30  Skrifstofu Norðurþings
Þórshöfn  29. nóvember  kl. 9-11  Skrifstofu Langanesbyggðar Þórshöfn
Bakkafjörður 29. nóvember kl. 12.30-13.30 Grunnskólanum Bakkafirði
Húsavík  30. nóvember kl. 10-12  Menningarmiðstöð Þingeyinga
Grenivík 3. desember  kl. 13-14  Skrifstofu Grýtubakkahrepps
Akureyri 4. og 5. desember  kl. 13-16  Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.