Fara í efni

Menntasetrið fær styrk til verknámskennslu

Fréttir
Í vetur hefur Menntasetrið unnið að undirbúningi verknámskennslu í framhaldsskóladeildinni en það er samstarfsverkefni á milli Framhaldsskólans á Laugum, Verkmenntaskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga, að ógleymdum vinnustöðum á Þórshöfn sem taka að sér kennsluna sjálfa. Síðastliðið vor fékkst styrkur úr "Nám er vinnandi vegur" en sá sjóður miðar m.a. að því að styrkja nám í iðngreinum. Sá styrkur var notaður til að vinna alla undirbúningsvinnu fyrir verknámskennsluna og var byrjað með því að leita til vinnustaða á Þórshöfn. Allir hafa tekið mjög vel í þetta og til að byrja með eru það Trésmíðaverkstæðið Brú, Mótorhaus, Hamar og Rafeyri sem taka þátt í verkefninu með Menntasetrinu. Verkmenntaskólinn á Akureyri var sóttur heim og tóku stjórnendur þar mjög vel í erindið. Í áframhaldi var haldið námskeið fyrir starfsfóstrana, en það eru kennarar á vinnustöðum. Þegar búið var að móta verkefnið og ákveða þá áfanga sem hægt verður að kenna var sótt í Spotasjóð fyrir framhaldsskóla en áherslur fyrir árið 2014 voru meðal annars verklegir kennsluhættir. Í síðustu viku bárust þær ánægjulegu fréttir að Sprotasjóður styrkir verkefnið þannig að það komist á framkvæmdarstig á næsta skólaári.

Í vetur hefur Menntasetrið unnið að undirbúningi verknámskennslu í framhaldsskóladeildinni en það er samstarfsverkefni á milli Framhaldsskólans á Laugum, Verkmenntaskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga, að ógleymdum vinnustöðum á Þórshöfn sem taka að sér kennsluna sjálfa. Síðastliðið vor fékkst styrkur úr "Nám er vinnandi vegur" en sá sjóður miðar m.a. að því að styrkja nám í iðngreinum. Sá styrkur var notaður til að vinna alla undirbúningsvinnu fyrir verknámskennsluna og var byrjað með því að leita til vinnustaða á Þórshöfn. Allir hafa tekið mjög vel í þetta og til að byrja með eru það Trésmíðaverkstæðið Brú, Mótorhaus, Hamar og Rafeyri sem taka þátt í verkefninu með Menntasetrinu. Verkmenntaskólinn á Akureyri var sóttur heim og tóku stjórnendur þar mjög vel í erindið. Í áframhaldi var haldið námskeið fyrir starfsfóstrana, en það eru kennarar á vinnustöðum. Þegar búið var að móta verkefnið og ákveða þá áfanga sem hægt verður að kenna var sótt í Sprotasjóð fyrir framhaldsskóla en áherslur fyrir árið 2014 voru meðal annars verklegir kennsluhættir. Í síðustu viku bárust þær ánægjulegu fréttir að Sprotasjóður styrkir verkefnið þannig að það komist á framkvæmdastig á næsta skólaári. 

Til að byrja með verður boðið uppá tvo verklega áfanga næsta vetur sem gefa einingar í VMA að uppfylltum námskröfum. Framhaldsskólinn á Laugum sér um skipulag í kringum námið og að sjálfsögðu að kenna bóklega áfanga sem nemandi sækir einnig á staðnum. Allar frekari upplýsingar gefur Hildur Stefánsdóttir hjá FL á Þórshöfn, s: 464-5140 eða hildur@laugar.is /GBJ