Menntasetur
Framhaldsskólinn á Laugum
Langanesvegi 1, 680 Þórshöfn, Sími: 464-5142, fax 464-5141
Verkefnastjóri: Hildur Stefánsdóttir
Langanesvegi 1, 680 Þórshöfn, sími 464-5142 , fax 464-5141
Verkefnastjórar:
Heiðrún Óladóttir heidrun@hac.is og
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir greta@hac.is
Mánudaginn 28. september 2009 opnaði Menntasetrið á Þórshöfn með formlegum hætti. Setrið er samstarfs- og þróunarverkefni Langanesbyggðar, Framhaldsskólans á Laugum og Þekkingaseturs Þingeyinga og býður aðstöðu til náms í framhaldsskólum, háskólum, símenntun og námskeiðum og sinnir auk þess rannsóknarstarfi. Nú þegar stunda 7 nemar framahaldsskólanám frá Laugum í dagsskóla og 3 nemar nýta sér fjarfundabúnað til náms í framhalds- og háskólanámi sínu. Menntasetrið sinnir einnig símenntun frá Bakkafirði til Raufarhafnar og er tengiliður við fyrirtæki hvað varðar endurmenntun og námskeiðshald.
Opnunartími
Menntasetið er opið alla virka daga frá 8:30 - 16:00.
Athugið - Opnunartími getur breyst vegna námsferða eða námskeiða starfsfólks.
Framhalds- eða háskólanemar geta sótt í námsaðstöðu og netsamband utan þess tíma, hafið samband við starfsfólk til að fá aðgang að húsnæðinu.