Metverðmæti til Þórshafnar
17.07.2008
Íþróttir
GUÐMUNDUR VE-29 landaði verðmætum farmi á Þórshöfn s.l. miðvikudag (16/7)en aflaverðmæti hans var 110 milljónir, þau mestu sem landað hefur verið til Þórshafnar í einu. Veglegar tertur biðu áhafnarinn
Kátir skipverjar um borð í Guðmundi VE-29 við komuna til Þórshafnar | Aflinn var 755 tonn, að mestum hluta makríll, unninn til manneldis og frystur um borð en nýr búnaður er í skipinu til þeirrar vinnslu. Þannig afurðir eru mun verðmætari heldur en afli, sem allur fer í bræðslu en aðeins lítill hluti aflans fór í bræðslu. Skipið var um 10 daga á veiðum á miðum austur af landinu í ágætu veðri en heimferðin gekk hægar vegna brælu ,að sögn Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Guðmundi VE. |
Pláss fyrir frystar afurðir er feikinóg á Þórshöfn með tilkomu nýrrar frystigeymslu sem Ísfélag Vestmannaeyja byggði og fer frystur makríllinn síðan á markað í Austur-Evrópu |
Sturla Einarsson skipstjóri á Guðmundi VE-29 ásamt Ægi Páli og börnum hans
Grein Líney Sigurðardóttir