Fara í efni

Metverðmæti til Þórshafnar

Íþróttir
GUÐMUNDUR VE-29 landaði verðmætum farmi á Þórshöfn s.l. miðvikudag (16/7)en aflaverðmæti hans var 110 milljónir, þau mestu sem landað hefur verið til Þórshafnar í einu. Veglegar tertur biðu áhafnarinn

GUÐMUNDUR VE-29 landaði verðmætum farmi á Þórshöfn s.l. miðvikudag (16/7)en aflaverðmæti hans var 110 milljónir, þau mestu sem landað hefur verið til Þórshafnar í einu. Veglegar tertur biðu áhafnarinnar við komuna til Þórshafnar í boði útgerðarinnar enda tilefnið þess virði.

 Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi segir þetta vera mettúr hjá skipinu og sá langverðmætasti hingað til.

Kátir skipverjar um borð í Guðmundi VE-29 við komuna til Þórshafnar
eftir góðan túr, þar sem aflaverðmætið er um 110 milljónir króna

Aflinn var 755 tonn, að mestum hluta makríll, unninn til manneldis og frystur um borð en nýr búnaður er í skipinu til þeirrar vinnslu. Þannig afurðir eru mun verðmætari heldur en afli, sem allur fer í bræðslu en aðeins lítill hluti aflans fór í bræðslu. Skipið var um 10 daga á veiðum á miðum austur af landinu í ágætu veðri en heimferðin gekk hægar vegna brælu ,að sögn Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Guðmundi VE.

Pláss fyrir frystar afurðir er feikinóg á Þórshöfn með tilkomu nýrrar frystigeymslu sem Ísfélag Vestmannaeyja byggði og fer frystur makríllinn síðan á markað í Austur-Evrópu

  Sturla Einarsson skipstjóri á Guðmundi VE-29 ásamt Ægi Páli og börnum hans

Grein Líney Sigurðardóttir