Miðnæturganga Ferðafélagsins Norðurslóðar
29.06.2013
Fréttir
Miðnæturgangan hefst laugardagskvöldið 29. júní. Lagt verður af stað úr Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar og gengið móti rísandi sól út á Rakkanes og suður um Bjargalönd allar götur suður í Krossavík.
Miðnæturganga Ferðafélagsins Norðurslóðar Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir næturgöngu um næstu helgi um
Rakkanes og Bjargalönd í Krossavík við vestanverðan Þistilfjörð.
Lagt verður af stað á laugardagskvöldið 29. júní um kl. 23:30 úr Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar og gengið móti rísandi
sól út á Rakkanes þar sem heilsað verður upp á vitann. Þaðan suður um Bjargalönd allar götur suður í Krossavík.
Þaðan verður fólk ferjað á upphafsreit. Þetta eru 19 km og má búast við 4 – 5 tíma göngu. Spennandi ferðalag um
fáfarnar slóðir.
Mæting er á hlaðið á bænum Sveinungsvík undir miðnætti. Göngustjóri verður Gunnar Guðmundsson í
Sveinungsvík.