Minnum á íbúafundinn um mótun skólastefnu á Bakkafirði
15.11.2013
Fréttir
Íbúafundur um mótum skólastefnu verður haldinn í grunnskólanum á Bakkafirði mánudaginn 18. nóvember n.k. og hefst kl 20:00.
Íbúafundur um mótum skólastefnu verður haldinn í grunnskólanum á Bakkafirði mánudaginn 18. nóvember n.k. og hefst kl 20:00.
Fundurinn verður með sama sniði og íbúafundurinn sem haldinn var á Þórshöfn 12. október sl. og er ætlaður þeim sem ekki komust á þann fund.
Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands sem ráðinn hefur verið til að stýra þessu stefnumótunarstarfi mun stjórna fundinum.
Öllum er velkomið að hafa samband við Ingvar um þetta verkefni í síma 896 3829 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: skolastofan@skolastofan.is.
Íbúafundurinn er fyrir alla íbúa í Langanesbyggð og er það von sveitarfélagsins að sem allra flestir sjái sér fært að leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis.