Mögulegar viðræður við Svalbarðshrepp um sameiningu sveitarfélaganna.
19.02.2021
Fréttir
Á síðasta fundir sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem haldin var 18. febrúar s.l. var samþykkt að skipa þrjá kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í sameiginlega nefnd með fulltrúum sveitarstjórnar Svalbarðshrepps. Nefndinni er ætlað að hefja óformlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Auk þess munu sveitarstjóri og skrifstofustjóri starfa með viðræðunefndinni.
Fulltrúar Langanesbyggðar verða; Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Siggeir Stefánsson. Þá var samþykkt að minnihluta verði boðið að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndina.
Einnig var samþykkt á fundinum að efna til íbúafundar í Langanesbyggð áður en ákvörðun er tekin í sveitarstjórn um formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna.