Mokstri hætt á Norðausturlandi
8.mars 2009 @19:30
Mokstri er hætt á Norðausturlandi vegna veðurs. Mokstri er hætt á Víkurskarði og Grenivíkurvegi.
Á Norðurlandi er víða hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli.
Ófært er vegna snjóflóða á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ófært og stórhríð er í Víkurskarði og að Grenivík og er mokstri hætt þar vegna veðurs.
Á Norðausturlandi er mokstri hætt vegna veðurs. Víða er þæfingsfærð. Þæfingsfærð og stórhríð er á Tjörnesi og ófært er um Hólasand. Óveður og þungfært er á milli Húsavíkur og Lauga. Ófært er á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar, ófært er um Melrakkasléttu og um Hálsa. Ófært er um Vopnafjarðarheiði og Mývatnsöræfi og þungfært er um Möðrudalsöræfi. Ekkert ferða veður er í þessum landshluta.
Á Austurlandi er þungfært , þæfingsfærð og skafrenningur. Ófært er um Vatnsskarð eystra. Þungfært og stórhríð er á Fagradal og þungfært og skafrenningur er í Oddskarði og á Fjarðarheiði. Ófært er um Breiðdalsheiði. Óveður er í nágreni Djúpavogs.