Nærri 300% aukning á tjaldsvæði síðan árið 2012
Þótt hann blási kaldur á Langanesinu núna þá er nú samt farið að huga að sumrinu. Síðastliðið sumar var algjörlega frábært veður meiripart sumars og hefur það heldur betur skilað sér því innkomutölur af tjaldsvæðinu hafa aldrei verið hærri. Ef horft er tvö ár aftur í tímann þá er rúmlega 290% aukning á innkomu síðan árið 2012. Árin 2010, 2011, 2012 voru svipuð, síðan verður nokkur aukning árið 2013 og algjört metár í sólinni sem gladdi okkur í sumar. Í sumar var mikið unnið að endurbótum á tjaldsvæðinu og aðstaða bætt til muna, þar kom meðal annars eining með betri klósett og sturtuaðstöðu fyrir gesti. Nú verður spennandi að sjá hvort við náum að toppa þetta í sumar. /GBJ
Ljósmynd Gréta Bergrún
Ljósmynd Hilma Steinarsdóttir
Ljósmynd Hilma Steinarsdóttir