Námskeið fyrir börn í júní
Skapandi námskeið fyrir börn á Ytra Lóni á Langanesi
Á hverju vori nokkur undanfarin ár hefur verið haldið
listahátíð á Farfuglaheimilinu Ytra Lóni á Langanesi undir nafninu „Langaness Artisphere“. En Ytra Lón er eina
listfarfuglaheimili landsins.
Skapandi námskeið fyrir krakka á aldrinum 6 – 13 ára verður haldið á Ytra Lóni dagana 11. – 15. júní nk. Námskeiðið stendur frá kl. 9 – 12 alla þessa daga. Í lok námskeiðsins verður haldin lítil uppskeruhátíð fyrir fjölskyldur nemenda þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur.
Unnið verður með fuglana á svæðinu og umhverfið. Steyptar verða fuglalágmyndir í fjörunni og útsýnið úr fuglaskoðunarhúsinu nýtt til að mála og teikna myndir. Beltisþarinn og aðrar afurðir fjörunnar verða nýttar í önnur verk.
Kennari á námskeiðinu er Margrét H. Blöndal myndlistarkona og kennari við Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Nemendur þurfa að koma klædd eftir veðri og vera í druslufötum, þar sem unnið er bæði úti og inni og með ýmiskonar myndlistarefni. Gott er að börnin hafi með sér hollt nesti t.d. ávexti og eitthvað að drekka.
Námskeiðið er 22,5 kennslustundir, námskeiðsgjald er 16.800, allt efni innifalið. Systkinaafsláttur.
Skráning ytralon@simnet.is eða í síma 892-8202 í siðasta lagi 3. júní.
Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið.