Fara í efni

Nemendur í 4. og 7. bekk yfir landsmeðaltali á samræmdum prófum

Fréttir
Nemendur í 4. og 7. bekk Grunnskólans á Þórshöfn hafa bætt árangur sinn á samræmdum prófum og nú í fyrsta sinn

Nemendur í 4. og 7. bekk Grunnskólans á Þórshöfn hafa bætt árangur sinn á samræmdum prófum og nú í fyrsta sinn eru báðir árgangarnir yfir landsmeðaltali bæði í íslensku og stærðfræði, sbr. töfluna hér að neðan.

Árgangur             Íslenska               Stærðfræði

4. bekkur            37.3  (30,0)         36,4  (30,0)

7. bekkur            30,4  (30,0)         31,2  (30,0)

(Niðurstöður í töflunni er í formi normal dreifðra einkunna. Einkunnir er á bilinu 1-60 þar sem landsmeðaltal, sem er í svigum, er alltaf 30.)

Þetta eru niðurstöður samræmdra prófa sem fram fóru á landinu öllu í september sl. Tilgangur þessara prófa er að meta hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og fræðsluyfirvalda. Með endurgjöfinni er til dæmis hægt að fá upplýsingar um þekkingu og hæfni hvers nemanda, hvort breyta þurfi áherslum í námi, hvað þurfi að bæta og almennt hver séu gæði menntunar.

Þessum árangri nemenda við Grunnskólann á Þórshöfn ber að fagna og full ástæða að óska nemendum, foreldrum og kennurum til hamingju með þennan góða árgangur.