Fara í efni

Nokkrir gönguhópar á Langanesinu í sumar

Fréttir
Í sumar eru þónokkrir gönguhópar á ferð á Langanesinu og í síðustu viku var 45 manna hópur sem kallar sig ÍR-skokk á ferð hér í nokkra daga. Gengið var frá Heiðarfjalli að Fonti - hvar Haukur spilaði sérstaklega fyrir þau í vitanum þegar þangað var komið og vakti það mikla lukku. Þá fóru þau einnig á Rauðanesið og voru hrifin af því, einnig að Steintúni í Bakkafirði. Oddný Árnadóttir frá Ingimarsstöðum fór fyrir hópnum og sagði hún að allir hefðu verið alsælir, þjónustan til fyrirmyndar hvar sem komið var en fólk var bæði að gista á tjaldsvæði, á Lyngholti og í heimahúsi, þá var einnig farið á söfn, á Báruna og í Gallerí Beitu auk þess sem þau fengu fyrirvaralitla sýniferð um loðnubræðsluna þegar veðrið var eitthvað að trufla dagskrána. Hún tók sérstaklega fram að Eyþór og Ránar í Íþróttahúsinu hefðu verið sérlega hjálplegir. Alltaf gaman þegar ferðalangar fara ánægðir frá okkur. /GBJ

Í sumar eru þónokkrir gönguhópar á ferð á Langanesinu og í síðustu viku var 45 manna hópur sem kallar sig ÍR-skokk á ferð hér í nokkra daga. Gengið var frá Heiðarfjalli að Fonti - hvar Haukur spilaði sérstaklega fyrir þau í vitanum þegar þangað var komið og vakti það mikla lukku. Þá fóru þau einnig á Rauðanesið og voru hrifin af því, einnig að Steintúni í Bakkafirði. Oddný Árnadóttir frá Ingimarsstöðum fór fyrir hópnum og sagði hún að allir hefðu verið alsælir, þjónustan til fyrirmyndar hvar sem komið var en fólk var bæði að gista á tjaldsvæði, á Lyngholti og í heimahúsi, þá var einnig farið á söfn, á Báruna og í Gallerí Beitu auk þess sem þau fengu fyrirvaralitla sýniferð um loðnubræðsluna þegar veðrið var eitthvað að trufla dagskrána. Hún tók sérstaklega fram að Eyþór og Ránar í Íþróttahúsinu hefðu verið sérlega hjálplegir. Alltaf gaman þegar ferðalangar fara ánægðir frá okkur. /GBJ