Nordair flug - upplýsingar
Við biðjum alla um að mæta tímanlega til að hægt sé að halda áætlun, upp úr kl. 9.45 er afgreiðslumaður að sinna afgreiðsla flugvélarinnar og getur ekki sinnt öðrum störfum við afgreiðsluborð lengur.
RÖSKUN Á FLUGI
Stundum fjúka plönin út í veður og vind. Veðri er einmitt oftast um að kenna ef flug raskast. Hér er yfirlit um hvað er best að gera ef óvænt lykkja verður á leið þinni.
Seinkun
Þú færð sms ef flugi seinkar.
Skilaboðin eru um stöðu flugsins. Við sendum þér líka upplýsingar um hvenær þú átt að mæta.
,,Næstu upplýsingar þýðir að þú þarft ekki endilega að mæta á völlinn heldur er verið að kanna flugskilyrði á tímanum sem tiltekinn er.
Þegar brottför er ákveðin færðu skilaboð með brottfarartíma.
Við staðfestum bara brottför ef við erum þess fullviss að flugskilyrðin séu góð.
Passaðu að skrá rétt símanúmer þegar þú bókar flugið.
Afbókun
Ef þú sérð að breytingin hentar þér ekki geturðu afbókað flugið þitt.
Hringdu í síma 570 3030 eða 468 1420 til þess að afbóka.
Þú verður endurbókaður / endurbókuð í flugið næsta dag.