Fara í efni

Norðurslóðanet - Kynning í Þórsveri í dag

Fréttir
Í dag kl. 17:00 verður kynning á Norðurslóðarnetinu í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Kynningin er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum Norðurslóða enda er hér um mjög forvitnilegt mál að ræða og e.t.v. nátengt því sem hugsanlega gæti gerst í Finnafirði.

Í dag kl. 17:00 verður kynning á Norðurslóðarnetinu í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Kynningin er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum Norðurslóða  enda er hér um mjög forvitnilegt mál að ræða og e.t.v. nátengt því sem hugsanlega gæti gerst í Finnafirði.

Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála (e. Icelandic Arctic Cooperation Network) er sjálfseignarstofnun sem var sett á laggirnar árið 2012 en hóf opinberlega starfsemi í febrúar árið 2013. Norðurslóðanet Íslands er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka á Íslandi sem vinna að málefnum norðurslóða. Við hvetjum til fjölbreytilegrar þátttöku hagsmunaaðila frá öllum landshlutum.

Tilgangur Norðurslóðanetsins er að:

  • Auka samskipti og samstarf milli aðila með það að markmiði að styrkja stöðu þeirra sem þekkingarklasa um norðurslóðamálefni á Íslandi.
  • Auka sýnileika stofnana og annarra aðila á Íslandi sem vinna að málefnum norðurslóða og þeirra málefna sem þær fjalla um.
  • Auka skilning á starfsemi meðlima stofnunarinnar; upplýsa fræðimenn, stjórn­mála­menn og almenning innanlands og erlendis um þá þekkingu og reynslu sem hér hefur skapast á undanförnum árum.
  • Gera aðgengilegar upplýsingar um norðurslóðir og þau málefni sem eru hvað brýnust á norðurslóðum.
  • Veita stuðning til aukinnar samvinnu milli aðila stofnunarinnar til að styrkja samkeppnishæfni þeirra á þeim sviðum sem þær starfa á.
  • Veita leiðbeiningar og ráðgjöf til þeirra sem til stofnunarinnar leita.