Norræn goðafræði!
2.nóv ´09
Nemendur í 4. og 5. bekk eru að lesa sér til um Norræna goðafræði. Þar hafa þeir verið að lesa um heimstréð og teiknuðu nemendur upp hluta af því.
Heimurinn var búinn til úr Ými en hann var frumjötunn og voru allir jötnar komnir frá honum. Hold Ýmis varð að löndum, blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum, bein og tennur Ýmis urðu að fjöllum, beinflísar Ýmis urðu að grjóti og urðum, höfuðkúpa Ýmis varð að himninum, augabrúnir Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð,heili Ýmis varð að skýjum og hár Ýmis varð að skógi.
Miðgarður var búinn til úr augnlokum Ýmis og þar bjuggu mennirnir, heimili ásanna var í Ásgarði og var þar að finna margar stórar hallir. Jötnarnir bjuggu í Útgarði.
Fleiri myndir í "nánar"
Myndirnar tók Hrafngerður Ösp Elíasdóttir