Norræna bókasafnavikan
Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 10. nóvember. Þá safnast börn og
fullorðnir saman í 18. skipti í skólum og á bókasöfnum á öllum Norðurlöndum til að hlusta á upplestur á
norrænum bókmenntum en lesturinn hefst í útvarpinu kl. 9 um morguninn fyrir börn og unglinga. Textinn fyrir fullorðna er svo lesinn í útvarpinu kl.
19 sama dag og þá verður kveikt á útvarpinu í bókasafninu. Þema ársins er
„Tröll á Norðurlöndum“ en lesið er úr tveimur barnabókum um morguninn;
„Skrímslaerjur“ og „Eyjan hans Múmínpabba.“
Í tilefni norrænu bókasafnavikunnar verður bókasafnið opið dagana 10/11-15/11:
Mánudagur frá kl. 17-20
Þriðjudagur frá kl. 16-18
Miðvikudagur frá 16-18
Fimmtudagur frá 16-19
Börnin eru sérstaklega boðin velkomin og geta teiknað tröllamyndir og skrifað tröllasögur í
bókasafninu þessa daga.
Almennur
opnunartími bókasafnsins þegar bókasafnavikunni lýkur: á mánudögum kl. 18-20 og fimmtudögum frá 17-19. -Alltaf er hægt að semja við bókavörð ef þörf er á bókum utan þess
tíma.
Árgjaldið er kr. 2.000 en
frítt fyrir börn og unglinga út grunnskólaaldurinn.
Bókavörður