Nú þarftu ekki að missa af neinu!
12.01.2012
Fundur
Nýverið var hleypt af stokkunum nýju viðburðadagatali, þar sem er að finna á einum stað flest, ef ekki allt, það sem um er að vera í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Nú er um að gera að vista sí
Nýverið var hleypt af stokkunum nýju viðburðadagatali, þar sem er að finna á einum stað flest, ef ekki allt, það sem um er að vera í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi.
Nú er um að gera að vista síðuna strax í Favorites" eða hafa hana sem upphafssíðu í vafranum þínum til að tryggja að þú sért vel upplýstur um allt sem um er að vera og að ekkert fari fram hjá þér.
Dagatalið er sett upp til reynslu fyrst um sinn eða fram á næsta haust og verður þá metið hvernig til tókst. Stefnan er að dagatalið haldi utan um stóra og smáa viðburði, æfingar, fundi, námskeið, sérstaka daga í skólunum og hvað það sem umsjónarfólki síðunnar dettur í hug að setja þar inn. Fólk er hvatt til að senda ábendingar og hugmyndir á Karen á netfangið lyngholt@lyngholt.is.