Fara í efni

Ný baðaðstaða við Fell í Finnafirði

Fréttir

Íbúum Langanesbyggðar og ferðamönnum býðst nú góð aðstaða til sjóbaða við Fell í Finnafirði. Þetta er einkaframtak Reimars Sigurjónssonar bónda á Felli. Reimar hefur komið upp skýli við vík í firðinum þar sem fólki gefst kostur á að skipta um föt við víkina sem er skammt sunnan við bæinn. Ekki spillir umhverfið fyrir, rekaviður og allt eins og náttúran mótaði umhverfið. Hægt er að skola fætur að loknu baði í litlu kari sem Reimar hefur komið fyrir við skýlið. Aðstaðan er öll hin snyrtilegasta og efniviðurinn að langmestu leiti rekaviður. Þetta er frábært framtak og sýnir að miklir möguleikar eru fyrir hendi til afþreyingar í Langanesbyggð ef hugmyndafluginu er gefinn laus taumurinn.  Enginn aðgangseyrir er fyrir að nota aðstöðuna - ekki einu sinni bílastæðagjald.