Fara í efni

Ný brunavarnaáætlun undirrituð

Fréttir
Þann 24. ágúst var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar, en hún hefur verið samþykkt af sveitarstjórnum beggja sveitarfélagana.

Þann 24. ágúst var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar, en hún hefur verið samþykkt af sveitarstjórnum beggja sveitarfélagana. Við undirritunina hrósaði dr. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar Slökkviliði Langanesbyggðar fyrir góðan búnað og gott starf. Elías Pétursson sveitarstjóri sagði af sama tilefni mikilvægt vegna rekstur sveitarfélagsins að hafa áætlun um rekstur og endurnýjun búnaðar fram í tímann.

En starfssvæðið nær yfir tvö sveitarfélög Langanesbyggð og Svalbarðshrepp og þá tvo þéttbýliskjarna sem á starfsvæðinu eru, Þórshöfn og Bakkafjörð. Íbúafjöldi á svæðinu er 650 manns og vegalengdir innan þess um 50 km frá Þórshöfn.

Slökkvilið Langanesbyggðar er með samtarfssamning við slökkvilið Norðurþings og Brunavarnir Austurlands. Einnig er samningur við Isavia um slökkvi- og björgunarstörf á Þórshafnarflugvelli og er samrekstur á dælubíl í þeim samningi.

Brunavarnaráætlun leggur grunnin að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi.

Áætlunin auðveldar íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu og skipulags slökkviliðs og er sett skv. nýjum lögum um brunavarnir.

Á samsettri mynd sem er frá undirritunarathöfninni sl. föstudag eru t.v. Þórarinn J. Þórisson slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun og Elías Pétursson. Auk þeirra þriggja er Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti Langanesbyggðar á t.h. Neðst eru síðan auk ofangreindra viðstaddir slökkviliðsmenn og sveitarstjórnarmenn.

Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Langanesbyggðar 2018-2023 er birt á heimasíðu sveitarfélagsins hér.